Attentus býður upp á sálfræðiráðgjöf sem miðuð er að atvinnulífinu. Viðskiptavinir sem eru með samninga við okkur fá forgang að þjónustu.
Unnið er fyrst og fremst með aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Stuðst er við gagnreynd mælitæki til að meta árangur meðferðar. Unnið er með vanda á borð við kulnun, fullkomnunaráráttu, kvíða, depurð, lágt sjálfsmat, félagsfælni og samskiptavanda.
Attentus er í samstarfi við aðra sálfræðinga ef vanda starfsmanns er betur mætt annars staðar.
Þjónustan er hugsuð fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða starfsfólki sínu aðgang að sálfræðimeðferð. Sálfræðingur Attentus er einnig í samstarfi við Velferðartorg Köru Connect þar sem fyrirtæki sem keypt hafa aðgang að velferðartorgum geta bókað sér tíma.
Sálfræðiþjónusta Attentus
- Greining og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum
- Hugræn atferlismeðferð (HAM)
- Fyrirlestrar, erindi og vinnustofur um sálfræðitengd málefni
- Sáttamiðlun, t.d. þegar ágreiningur kemur upp á milli starfsfólks
- Skimun á vinnustöðum fyrir kulnunareinkennum
Samstarf við Velferðartorg Köru Connect