Markþjálfun

Markþjálfun er ein áhrifaríkasta aðferðin sem völ er á í dag fyrir stjórnendur og starfsfólk sem vilja ná auknum árangri. Einstaklingum gefst tækifæri til að skoða sjálfan sig, störf sín, áskoranir, framtíðarsýn og hegðunarmynstur í trúnaðarsamtölum við viðurkennda markþjálfa Attentus.

  • Þjálfunin byggir á skipulögðum samtölum sem eiga sér stað reglulega.
  • Markþeginn velur sér viðfangsefni, og þjálfarinn leggur fyrir hann krefjandi spurningar sem aðstoða hann við að setja sér markmið, efla styrkleika sína og finna áhrifaríkar lausnir.
  • Þjálfunin er sérsniðin að þörfum hvers og eins.
  • Þjálfarinn veitir aðhald og hvatningu við að gera breytingar og festa í sessi nýja starfshætti og venjur.
  • Lengd samstarfsins, tíðni og lengd samtala ræðst af óskum og þörfum viðskiptavinarins.

Við bjóðum upp á markþjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja á íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Einnig er hægt að fá markþjálfun í gegnum fjarfundabúnað Köru Connect, sem er öruggt fjarvinnuumhverfi og býður upp á GDPR-vottaða lausn sem stenst kröfur Landlæknis og persónuverndarlaga.

Tengiliðir

Guðríður Sigurðardóttir
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir
Monika Katarzyna Waleszczynska
Sigríður Þorgeirsdóttir
Drífa Sigurðardóttir