Greining fræðsluþarfa og fræðsluáætlun

Þarfagreining fræðslu og þjálfunar er kerfisbundin aðferð til að ákvarða orsakir þess að frammistaða er minni en vænst er. Með þessari aðferð er hægt að leggja til eða ákveða næstu skref á skilvirkan hátt. Þarfagreining hjálpar fyrirtækjum að samhæfa fræðslu við stefnu þeirra, auk þess að auka líkurnar á að fjármunum og tíma sé varið í árangursríka þjálfun.

Ef þarfagreining er ekki framkvæmd, getur verið hætta á að þjálfun sé notuð ranglega sem úrræði við slakri frammistöðu, jafnvel þegar skortur á þjálfun er ekki orsök vandans. Ferlið við þarfagreiningu í fræðslu og þjálfun byggir á þátttöku bæði stjórnenda og starfsmanna, sem eykur áhuga þeirra og skilning á nauðsyn þjálfunar.

Ferlið:

1. Undirbúningur: Skoðun gagna, s.s. stefnur, gildi, starfs- og hæfnilýsingar.
2. Rýnihópar: Samtöl við starfsfólk
3. Úrvinnsla: Greining gagna og niðurstaða um þörfina.
4. Niðurstaða greiningar: Tillögur um fyrirkomulag fræðslu og starfsþróunar, s.s. fræðsluáætlun

Með því að fara í gegnum þetta ferli, geta fyrirtæki tryggt að þau beiti þjálfun á réttan hátt, sem stuðlar að bættri frammistöðu og aukinni starfsánægju.

Nánari upplýsingar um greiningu fræðsluþarfa má finna hér.

Tengiliðir

Ásgeir Gunnarsson