EKKO

Markmið námskeiðsins er að auka vitund stjórnenda og starfsfólks um einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Námskeiðinu er skipt upp annars vegar fyrir stjórnendur og hins vegar fyrir starfsfólk.

Fyrir stjórnendur er lögð áhersla á að skilgreina einelti, áreitni og ofbeldi, ræða áhrif þessarar hegðunar á vinnustaðinn og starfsfólk. Þá er farið yfir mikilvægi hlutverks stjórnanda á vinnustöðum og hvað stjórnendur geta gert til að fyrirbyggja slíka hegðun með því að skapa öruggt vinnuumhverfi og hvernig taka skal á móti ábendingum og kvörtunum um umrædda háttsemi. Þá er lögð áhersla á forvarnir þannig að stjórnendur þekki og geti komið í veg fyrir áhættuþætti sem geta leitt til EKKO hegðunar.

Fyrir starfsfólk er lögð áhersla á skilgreiningar og birtingamyndir eineltis, áreitni og ofbeldis og áhrifin sem slík hegðun getur haft. Þá er farið yfir hvernig bera skal kennsl á og tilkynna slíka hegðun, samábyrgð starfsfólks á vinnustaðnum og hvernig skal leita stuðnings. Námskeiðið leggur einnig áherslu á forvarnir, meðal annars með því að fræða starfsfólk um mikilvægi þess að viðhalda jákvæðri vinnustaðarmenningu, setja mörk í samskiptum og hvernig skuli bregðast við óæskilegri hegðun.

Námskeiðin miða að því að stuðla að heilbrigðu og öruggu vinnuumhverfi fyrir alla, með sérstakri áherslu á að þátttakendur séu vel meðvitaðir um reglugerð nr. 1009/2015, forvarnir og hvernig hægt er að draga úr líkum á einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Tengiliðir

Ástríður Þórey Jónsdóttir
Helga Lára Haarde