Arftakaáætlanir

Arftakaáætlun vegna starfsloka er ferli þar sem fyrirtæki undirbúa sig fyrir breytingar. Markmiðið er að tryggja að starfsemi fyrirtækisins haldist áfram án truflana og að nauðsynleg þekking og færni sé ekki að hverfa vegna starfsloka. Vel útbúin arftakaáætlun getur borið kennsl á framtíðarleiðtoga, hlúð að menningu sem styður og hvetur til starfsþróunar.

Við aðstoðum fyrirtæki við að;

  1. Skilgreina lykilstörf. Ákveða hvaða störf eru mikilvæg fyrir fyrirtækið og hvaða starfsmenn eru í þessum hlutverkum. Tryggja að yfirfærsla þekkingar sé skjalfest og aðrir starfsmenn fái stuðning og þjálfun
  2. Greina þekkingu, færni og hæfni sem arftakar þurfa að búa yfir
  3. Greina mögulega arftaka, styrkleika og veikleika, tækifæri og ógnanir
  4. Útbúa arftakaáætlun fyrir mögulega arftaka, þjálfa, styðja, útvega mentora og taka reglulega stöðuna

Tengiliðir

Ásgeir Gunnarsson