Í samvinnu við fyrirtækið Qualtrics býður Attentus upp á ýmiss konar mannauðsrannsóknir og -kannanir, jafningjamat og 360° stjórnendamat. Qualtrics var stofnað árið 2002 og er með höfuðstöðvar í Utah í Bandaríkjunum. Fyrirtækið útvegar hugbúnað á netinu til að búa til kannanir og rannsóknir og er leiðandi á sínu sviði. Qualtrics þjónustar fyrirtæki út um allan heim, t.d. JetBlue, Microsoft og Spotify svo og fjölmarga háskóla, meðal annars Harvard.