Nýir ráðgjafar hjá Attentus

Á þessu ári höfum við fengið til liðs við okkur tvo nýja ráðgjafa, þau Jóhann Pétur Fleckenstein og Monika Katarzyna Waleszczynska.

Jóhann starfaði síðast hjá Klettabæ ehf., á tímabilinu 2018 til 2021, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir börn og ungmenni, fyrst sem mannauðsfulltrúi og síðan sem mannauðsstjóri.

Monika starfaði á árunum 2012-2020 hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum sem verkefnastjóri, viðskiptastjóri og sem deildastjóri vörumerkisins Iceland Rovers. Hún hefur einnig starfað á ráðningasviði Capacent og Vinna.is, ásamt því að sinna krefjandi verkefnum í samfélagstúlkun og þýðingum í gegnum tíðina.