Mannauðsdagurinn 2022

Attentus – mannauður og ráðgjöf, veitir þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá
áherslum mannauðsstjórnunar. Þjónustan byggir á fagþekkingu, reynslu og metnaði. Við leggjum
áherslu á einfaldar og skilvirkar leiðir sem stuðla að rekstrarárangri og starfsánægju.

Úttektir í mannauðsmálum
Attentus hefur á síðustu 15 árum þróað líkan við úttektir á mannauðsmálum. Við byrjum á greiningu
og rætt er við stjórnendur og starfsfólk, ásamt því að mannauðsgögn og ferlar eru rýndir. Attentus
útbýr í kjölfarið stöðumat og aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki/stofnanir og setur fram tillögur að
úrbótum.


Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum (EKKO) 
Við höfum yfirgripsmikla reynslu af meðferð mála sem varða einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
og erum viðurkenndur þjónustuaðili af hálfu Vinnueftirlitsins á þessu sviði. Attentus hefur aðstoðað
fjölmörg fyrirtæki og stofnanir við meðferð EKKO mála og veitt stjórnendum stuðning og ráðgjöf á
meðan úrvinnslu mála stendur. Á meðal þeirra verkefna sem Attentus sérhæfir sig í á sviði EKKO
mála er:

  • Innleiðing og uppfærsla á stefnu og viðbragðsáætlun í EKKO málum
  • Úttektir í EKKO málum með mati og tillögum að aðgerðum
  • Fræðsla og stuðningur við stjórnendur í EKKO málum
  • Ráðgjöf og fræðsla vegna EKKO forvarna
  • Áhættumat og greiningar á vinnustaðamenningu ásamt aðgerðaáætlun


Bakhjarl í mannauðsmálum með áherslu á erlent starfsafl
Þann 1. janúar 2021 voru 57.126 innflytjendur á Íslandi sem nemur 15,5% íbúa landsins skv. tölum
Hagstofunnar. Samtök Atvinnulífsins hafa bent á að tólf þúsund erlendir starfsmenn þurfi að flytja til
landsins til að sinna þeim störfum sem verða til fram til ársins 2025.
Bakhjarl í mannauðsmálum með áherslu á erlent starfsafl er þjónusta sem mætir nýjum og vaxandi
þörfum stjórnenda og starfsfólks í málefnum sem varða erlent starfsafl.

Bakhjarl sinnir m.a:

  • Fræðslu og stuðningi við stjórnendur og starfsfólk af erlendum uppruna
  • Stefnumótun, fræðslu og stuðningi um fjölmenningu vinnustaðarins
  • Samtölum við starfsfólk (íslensku-, ensku- og pólskumælandi)
  • Menningarfræðslu fyrir stjórnendur
  • Menningarfræðslu fyrir starfsfólk

Með þjónustunni veitum við mannauðstjórum og stjórnendum aðgang að faglegri ráðgjöf í
fjölmenningarmálum.