Fyrirtæki þar sem 25-49 starfa að jafnaði á ársgrundvelli geta samkvæmt lögum nr. 150/2020, valið að öðlast jafnlaunastaðfestingu sem jafnréttistofa veitir eða öðlast jafnlaunavottun. Þurfa fyrirtæki eða stofnanir að ljúka þeirri vinnu ekki síðar en 31. desember 2022.
Fyrirtæki sem óska eftir jafnlaunastaðfestingu skulu uppfylla ákveðin skilyrði með gögnum sem berast til jafnréttisstofu. Hægt er að skipta þessu í sex atriði:
-Jafnlaunastefnu
-Jafnréttisáætlun
-Starfaflokkun
-Launagreining
-Úrbótaáætlun
-Samantekt (rýni stjórnenda)
Attentus, mannauður og ráðgjöf, aðstoðar fyrirtæki við innleiðingu jafnlaunastaðfestingar og getur sniðið ráðgjöfina að óskum viðskiptavinar. Hjá Attentus er mikil þekking og reynsla á jafnlaunavottun, en Attentus hefur aðstoðað yfir 100 fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunavottuninni.
Fyrir frekari upplýsingar eða ósk um fund, ekki hika við að hafa samband við Jóhann Fleckenstein (johann@attentus.is).
Að lokum, allar nánari upplýsingar um þjónustu Attentus og ráðgjafana má finna hér á heimasíðu okkar, www.attentus.is
Teymið: Drífa Sigurðardóttir og Jóhann Pétur Fleckenstein