Við kynnum með stolti þrjá nýja starfsmenn, verkfræðing, lögfræðing og viðskiptafræðing. Við erum ótrúlega spennt fyrir þeim verkefnum sem eru framundan hjá okkur og fá þetta öfluga unga fólk í teymið okkar!
Ásgeir Gunnarsson starfaði síðast hjá Altis, m.a. sem framkvæmdastjóri íþróttasviðs. Hann hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum sem snúa m.a. að stefnumótun, markaðsáætlunargerð og mannauðsmálum. Ásgeir er að ljúka meistaranámi við Háskólann í Árósum í Danmörku, þar er hann að klára M.Sc í viðskiptafræði á sviði Strategy, organization and leadership. Hann kláraði B.Sc í viðskiptafræði frá HÍ árið 2016.
Ástríður Þórey Jónsdóttir starfaði síðast sem lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innheimtu- og skráasviði Skattsins og hefur í fyrri störfum m.a. sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði stjórnsýslu- og félagaréttar. Ástríður Þórey er lögfræðingur frá HR og er með BA gráðu í frönsku frá HÍ. Eftir að hafa útskrifast með meistaragráðu í lögfræði hóf hún störf hjá embætti ríkisskattstjóra.
Íris Dögg Kristmundsdóttir starfaði hjá Kviku banka sem forstöðumaður upplýsingatæknisviðs árin 2017-2020. Þar áður starfaði hún á upplýsingatæknisviði Íslandsbanka á árunum 2011-2017 og gegndi m.a. starfi deildarstjóra framlínuþjónustu og rekstrarstjóra tækniþjónustu. Íris Dögg er með MS gráðu í verkfræði með áherslu á stjórnun frá Aalborg University og BS gráðu frá HÍ í rafmagns- og tölvuverkfræði og diplómu í kennslufræðum til kennsluréttinda ásamt því að hafa lokið ICF vottuðu markþjálfunarnámi frá Profectus.