Jafnlaunavottun.

Klæðskerasniðin ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar, byggð á þekkingu og reynslu. Attentus hefur aðstoðað yfir 60 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Ráðgjafar Attentus hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á mannauðs-, gæða- og kjaramálum. Tveir ráðgjafar Attentus eru meðhöfundar jafnlaunastaðalsins f.h. Samtaka atvinnulífsins. Aðferðafræði Attentus tekur mið af þörfum viðskiptavina sinna hverju sinni og nær til […]

Klæðskerasniðin ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar, byggð á þekkingu og reynslu.

Attentus hefur aðstoðað yfir 60 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Ráðgjafar Attentus hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á mannauðs-, gæða- og kjaramálum. Tveir ráðgjafar Attentus eru meðhöfundar jafnlaunastaðalsins f.h. Samtaka atvinnulífsins.

Aðferðafræði Attentus tekur mið af þörfum viðskiptavina sinna hverju sinni og nær til innleiðingarinnar í heild sinni eða stökum þáttum hennar, svo sem:

  • Greining á stöðunni og aðgerðaráætlun
  • Mótun stefna í jafnréttismálum
  • Flokkun starfa til að kanna hvaða störf eru jafnverðmæt
  • Tölfræðileg greining á launum til að kanna hvort um kynbundinn launamun sé að ræða
  • Gerð verklagsreglna
  • Framkvæmd innri úttekta
  • Undirbúningur og framkvæmd rýnifunda
  • Fræðsla og þjálfun