Sálfélagslegt áhættumat er ferli sem notað er til að greina og meta sálfélagslega áhættuþætti á vinnustöðum. Sálfélagslegir áhættuþættir eru þeir þættir í vinnuumhverfi og vinnuaðstæðum sem geta haft áhrif á sálræna og félagslega vellíðan starfsmanna. Þessir þættir geta valdið streitu, kvíða, þunglyndi og öðrum andlegum og félagslegum vandamálum sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu og afköst starfsmanna. Með því að greina þessa áhættuþætti og vinna með þá geta vinnustaðir sem best stuðlað að heilbrigðri vinnustaðamenningu.
Sálfélagslegt áhættumat er mikilvægur hluti af heildrænu áhættumati á vinnustöðum og er ætlað að bæta heilsu og vellíðan starfsmanna, auk þess að stuðla að betri vinnuárangri og starfsánægju.
Attentus er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd frá Vinnueftirlitinu og býður upp á sálfélagslegt áhættumat. Í matinu er tekin staða á líðan starfsfólks með tilliti til andlegra og félagslegra þátta. Attentus safnar gögnum til að leggja mat á vinnuumhverfi, t.d. með rafrænum spurningalista til að skima fyrir áhættuþáttum í vinnuumhverfi, með rýni gagna sem liggja fyrir, með samtölum við æðstu stjórnendur og samtöl eða rýnihópar starfsfólks eftir því sem þörf er talin á. Þeir áhættuþættir sem tengjast sálfélagslegu vinnuumhverfi snúa að stjórnun, skipulagi og samskiptum svo sem fjölbreytni verkefna, vinnutíma, sveigjanleika, álagi og stuðning í vinnu. Ásamt aðgerðum til að fyrirbyggja einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi og fleira. Attentus styður við stjórnendur í því að setja fram aðgerðaráætlun í kjölfar áhættumats.
Atvinnurekendum ber skylda til að tryggja góðan aðbúnað á vinnustað og gera skriflegt áhættumat sem tekur meðal annars tillit til félagslegra þátta í tengslum við vinnuaðstæður skv. vinnuverndarlögum (nr. 46/1980). Sú skylda er óháð stærð vinnustaðar eða fjölda starfsfólks. Þá ber atvinnurekendum einnig skylda til þess að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi með markvissu vinnuverndarstarfi sem miðar að því að fyrirbyggja og draga úr vandamálum innan vinnustaðarins og stuðla að vellíðan starfsfólks. Með því að leggja áherslu á forvarnir og skjót viðbrögð þegar vandamál koma upp náum við að stuðla að góðu félagslegu vinnuumhverfi.