Attentus kynnir nýja sálfræðiþjónustu þar sem vinnustöðum gefst kostur á sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sitt þar sem stutt bið eftir þjónustu er tryggð. Með þessu vill Attentus mæta vaxandi eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu á vinnustöðum en fjölmargir vinnustaðir eru farnir að forgangsraða andlegri heilsu starfsfólks með meira afgerandi hætti. Auk hefðbundinna meðferðarviðtala munu sálfræðingar einnig sinna handleiðslu við stjórnendur, sáttamiðlun og samskiptavanda á vinnustöðum, auk þess að bjóða upp sálfélagslegt áhættumat á vinnustöðum auk ráðgjafar og úttekta í EKKO málum
Attentus býður upp á þjónustusamninga við fyrirtæki um sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk. Attentus tryggir sínum fyrirtækjum forgang í sálfræðiþjónustu.
Í þjónustunni felst meðal annars:
- Ráðgjöf, stuðningur og handleiðsla við stjórnendur sem snýr að þeirra verkefnum og einnig að þeirra eigin vellíðan
- Ráðgjöf og/eða meðferð fyrir starfsfólk sem snýr að þáttum á borð við kvíða, depurð, kulnun, lágu sjálfsmati og samskiptamálum.
- Ráðgjöf og stuðningur varðandi einstök mál sem koma upp, t.d. áföll, veikindi, dauðsfall o.fl.
- Fræðsla og fyrirlestrar um geðraskanir og andlega heilsu
- Úttektir á EKKO málum (einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi)