Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Við hjá Attentus erum að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima og áhrif þess á vinnustaði.
Við bjóðum upp á vinnustofur og fyrirlestra sem snúa að daglegum áskorunum tengdum menningarmun, ásamt almennri ráðgjöf varðandi vinnu með starfsfólki af erlendum uppruna með áherslu á pólskt starfsfólk. Markmiðið er að auka skilning stjórnenda á menningu og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna og á sama tíma auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Í fræðsluerindum er fjallað um menningarmun, fjölmenningu, staðalímyndir, samskipti, endurgjöf, stjórnun og upplýsingaflæði.
Við höfum starfað með fjölmörgum fyrirtækjum á síðustu árum og aðstoðað þau í mannauðsmálum með það að markmiði að færa mannauðsmál erlendra starfsmanna upp á sama þjónustustig og hjá öðru starfsfólki. Við leggjum áherslu á góða þjónustu við starfsfólk og stjórnendur, samtöl við starfsfólk, þjálfun stjórnenda um fjölmenningu og menningarmun, skýra verkferla og gott upplýsingaflæði.
Við bjóðum m.a. upp á;
- Mannauðsstjóra til leigu og bakhjarl fyrir fyrirtæki með erlent starfsfólk
- Starfsmannasamtöl við erlent starfsfólk
- Fræðslu um fjölmenningu og menningarmun
- Ráðningar
- Starfslok
- Móttöku nýliða
- Þýðingar og handbækur á pólsku