EFST Á BAUGI

Samstarfssamningur við danska fyrirtækið Eloomi A/S

Attentus og danska hugbúnaðarfyrirtækið Eloomi A/S hafa skrifað undir samstarfssamning um námsumsjónar- og frammistöðukerfið Eloomi. Kerfið er mjög notendavænt og einfalt í notkun og styður við síma, spjaldtölvur og tölvur. Eloomi er draumur allra sem vinna í fræðslu og starfsþróunarmálum.

Markmiðið með þessum samningi er að bjóða upp á lausn sem aðstoðar íslensk fyrirtæki að svara öllum þeim áskorunum sem fyrirtæki á Íslandi standa frammi fyrir í fræðslu og þjálfun starfsmanna.  Eloomi hentar öllum þeim fyrirtækjum sem vilja vera frammúrskarandi hvað fræðslu og þjálfun starfsmanna varðar.

Nánari upplýsingar gefur Birna Kristrún Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Attentus, sími 853 3264.

Skráðu þig á póstlistann