FÓLKIÐ

Inga Björg Hjaltadóttir
Ráðgjafi og eigandiInga Björg lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands og hefur lögmannsréttindi. Hún hefur um langt árabil unnið að ráðgjöf á sviði vinnuréttar, s.s. gerð kjarasamninga, vegna áminninga, uppsagna og starfsloka auk mannauðsstjórnunar, stjórnendaþjálfunar, stefnumótunar, launa- og jafnlaunagreiningar og jafnréttisáætlana.
Sem lögmaður hefur Inga sinnt fjölbreyttum verkefnum m.a. á sviði vinnuréttar, félagaréttar, kröfuréttar, stjórnsýsluréttar og samkeppnisréttar.
Inga var stjórnarmaður í Kviku banka til 2021 og formaður stjórnar TM trygginga frá 2021 og hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur til 2021. Hún er formaður kjaranefndar Reykjavíkurborgar og dómari í Félagsdómi, tilnefnd af fjármálaráðherra.
Hún starfaði sem deildarstjóri kjaraþróunar hjá Eimskip 1999-2003 og sem lögfræðingur hjá starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar 1996-1999, síðasta árið sem staðgengill starfsmannastjóra. Inga Björg hefur áralanga reynslu af stjórnarsetu og setu í undirnefndum stjórna, þ.á.m. í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar og B hlutafélaga Reykjavíkurborgar. Inga hefur annast stundakennslu í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst.
Skráðu þig á póstlistann